Sunday, July 29, 2012

Heimagerði kerti og stjakar...

Þessi eru ekkert smá flottir og auðvelt að búa til. 
Það eiga allir gamlar filmur sem liggja
hér og þar í geymslunni....




Þú þarft gamlar filmur,sprittkertaglas
og double tape.


Næst þarftu að máta filmuna og klippa
af henni ef þess þarf.


Settu filmuna utan á glasið og
límdu með glæru double tape.

Þú getur notað tvær filmur á hærra glas
og eina ef þú ert með minna.






Þessi sprittkerti geturðu gert persónulegri og
 fundið flottar setningar og sett á.

Þú þarft sprittkerti, lím, skæri og best er að búa til setningar í word og
 prenta síðan út....og klippa.  Getur eflaust klippt setningar úr blöðum líka.

Auðvelt.....


Geggjuð kerti....
Þú þarft kerti, stimpil og blek. Setur blekið yfir stimpilinn
og rúllar síðan kertinu yfir.




Það er svo auðvelt að búa til kerti.  Allir eiga gamlar dósir eða
geta fundið þær á nytjamörkuðum. 
Hér er sýnt hvernig á halda þræðinum uppi með
prjónum á meðan kertavaxi er hellt yfir.



Þetta eru svaka flott kerti...er ekki að segja að þú eigir að fórna
fína stellinu þínu í þetta.  Heldur fara á nytjamarkaði og kaupa
einhverja ódýra bolla og wolllllllaaaaaa....geggjað




Flottar skeljar...svona svolítið öðruvísi.

Bræðið sprittkertin á hita.

Byrja á að taka þræði úr sprittkertum.

Gott að nota flísatöng.


Takið glas,  klæðið það með álpappír og mótið. 

Takið álfilmurnar utan af sprittkertunum. Notið skæri.

Setjið kertavaxið af sprittkertunum í álformið og hitið.

Finnið skeljað...hægt að týna þær í fjörunni.

Þrífið þær....

Komið kertaþræðinum fyrir ofan í skelinni...

Hellið kertavaxinu ofan í skelina....

Leyfið vaxinu að storkna......tilbúið.










Notið efra lagið af sérvettunni...


Hitið skeiðina að innan ekki utan... 


Leggið heita skeiðina og bræðið sérvettuna á.
by Nina Holts

Mynd límd á krukku...

Flottur...könglar festir á pappa


Glæsilegur...
by Nino Holts

No comments:

Post a Comment